Hve vítt nær dreifikerfi "frjálsu" fjölmiðlanna?

"Frjálsir" fjölmiðlar geta ekki gert kröfu á að RÚV fari af auglýsingamarkaði fyrr en dreifikerfi þeirra nær til allra landsmanna!

Það er nefnilega svo undarlegt að það búa fleiri á Íslandi en í kringum helstu þéttbýliskjarna landsins. Þar sem dreifikerfi einkamiðlanna er ágætt.  Þeir landsmenn sem búa á svæðum þar sem Skjárinn og Digital Ísland ná ekki til, er það þá ekki markhópur?

 

Ég spyr!


mbl.is Telja RÚV þurfa að fara út af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem ná þessum stöðvum vilja hafa þær lifandi, er það flókið ? Það er stór hópur

Geiri (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:24

2 identicon

Sæll,

Sigríður heiti ég og er framkvæmdastjóri Skjásins.  Skjárinn dreifir í gegnum stafrænt Sjónvarp Símans og stafrænt dreifikerfi Vodafone, Digital Ísland, og eigið UHF dreifikerfi.  Við náum til 98,62% allra heimila á landinu í gegnum okkar dreifikerfi. 

 kær kveðja,

Sigríður Margrét

Sigríður Margrét Oddsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Depill

Hvernig væri þá í staðinn fyrir að hvetja RÚV til að halda úti sínu eigin dreifikerfi sem ríkið gerir og RÚV þarf að uppfæra uppí stafrænt að endanum, þar sem PTA hefur gefið út að það muni vilja leggja niður hliðrænt sjónvarpsdreifikerfi hérna á Íslandi.

Verði stofnaðir fjarskiptasjóðir hérna á Íslandi í staðinn sem að dreifikerfin geta boðið í til þess að koma stafrænudreifikerfi sínu til allra landsmanna. Þannig myndi efni þeirra sem bara ná RÚV núna stóraukast og sérhæfing RÚV verða meiri þar sem RÚV mun ekki lengur þurfa að halda út dreifikerfi með tilheyrandi kostnaði. Enda miklu ódýrara fyrir Símann eða Vodafone að bera margar stöðvar í stað hinna einu sem RÚV er með núna.

Gæti verið gert skilyrði að RÚV og RÚV+ verði borin á þessa senda sem verða boðnir út.

Depill, 31.10.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Hæhæ Sigríður Margrét þú fallega kona, eða öllu heldur skutla ég sá Ísland í dag (í gær) þegar þú og Páll voruð að ræða málin, ferlega fannst mér þú koma þínum sjónarmiðum vel á framfæri, Páll verður nú ekki oft kjaftstopp eða lætur slá sig út af laginu, en mér fannst þér takast það vel til. Það er auðvitað fáránlegt að RÚV skuli haga sér svona á auglýsingamarkaði og undirbjóða einkafyrirtæki með auglýsingum og yfirbjóða fyrir erlenda þætti í krafti þess að þeir eru fá 3000 milljónir úthlutað úr þínum vasa, mínum vasa og allra landsmanna. Ég vill að ríkið selji 51% í RÚV og haldi eftir 49%, ástæðan er sú að þetta er jú líka öryggisnet, nokkurskonar almannavörn sem má ekki fara á "hausinn" so to speak og sú sala sé ekki einkavinasala pólitíkusa, þessi hlutur væri seldur algerlega óháðum aðilum.

Nú er tími til að rísa upp og mótmæla þessu bákni sem er að drepa einkareknar stöðvar og ég verð brjálaður ef ég fæ ekki að sjá CSI þættina, Dexter og House !  og fleira eðal efni sem Skjáinn bíður uppá, samt mætti nú alveg grisja þetta raunveruleikadrasl (mín skoðun), það er alveg komið út í þvílíkar öfgar.

Sævar Einarsson, 31.10.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband