Dæmalaus barátta Skjás 1


Mér finnst þetta svolítið einkennileg barátta hjá Skjánum.
Þegar rekstur stöðvarinnar gengur illa, er bent þið á aðra í stað þess að líta í eigin barm.

Ef einhverri neðangreindra spurninga er hægt að svara játandi má segja að framkvæmdastjóri Skjásins hafi e-ð til síns máls.

Rekur Skjárinn fréttastofu?
Rekur Skjárinn fleiri en eina útvarpsstöð?
Nær dreifikerfi Skjásins til allra landsmanna (þá á ég við meira en 98%) án aukabúnaðar eins og stafrænt sjónvarp Símans eða Digital Íslands??
Sýnir Skjárinn meira af innlendu efni en RÚV í viku hverri?

Þetta er bara sjónarmið sem mig langar að koma á framfæri annars er ég mjög sáttur með þá dagskrá sem Skjárinn hefur upp á að bjóða.
mbl.is Yfir 50 þúsund hafa skrifað undir áskorun Skjás eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Magnússon. Ert þetta þú?

2 blogg og bæði um þetta mál hmmm. 

Helgi (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:42

2 identicon

Nei Skjárinn rekur ekki fréttastofu eða útvarpsstöðvar og innlend dagskrárgerð er ekki sérlega umfangsmikil, en erlenda efnið sem dregur fólk að skjánum er samt dýrt í innkaupum. Dreifikerfið nær til ríflega 98% landsmanna eftir ýmsum leiðum eins og framkvæmdastjóri Skjásins upplýsti þig um í kommentum við fyrstu færsluna þína. Ég veit ekki hvað þú ert að reyna að sanna með því að taka eina dreifingarleið sérstaklega fyrir, hvað þá fyrst að sú leið verður aflögð í nálægri framtíð.

Bjarki (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:54

3 Smámynd: Depill

Hmm þetta er nú reyndar frekar mikið að skjóta sig í fótinn með þessum dylgjum um stafrænt sjónvarpsefni þar sem það er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að það verði slökkt á hliðrænum útsendum fyrir 2010 sem RÚV hefur verið að faila massívt í að setja upp. Það er ennfremur hægt að ná opnum útsendingum af DÍ á hvaða sjónvarpi sem er sem styður DVB-T staðalinn.

 Það á ekki að hvetja RÚV til þess að halda út dreifikerfi ( enda er það fáranlegt að fyrirtækið skuli gera það, og það ætti með rétt að setja lög varðandi sameiginlegt eignarhald á sjónvarpsefni og dreifikerfum, þar er ég kannski sammála þér með S1, S1 ætti ekki að vera í eigu Símans þar sem Síminn á dreifikerfi og þess vegna skerðir samkeppnisstöðu annara ), heldur á að láta RÚV hætta að halda úti dreifikerfi og halda á útboð til þess að hægt sé að þétta núverandi dreifikerfi. Það myndi bæði lækka kostnað við rekstur á dreifikerfunum, lækka kostnað við að halda út RÚV og veita þeim sem bara fá RÚV núna meira val um sjónvarpsefni þar sem að útboðsaðilinn myndi sjá sér hag í því að dreifa meira efni en bara RÚV á sínu kerfi...

Depill, 14.11.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband